Háskóli Íslands

Bakteríu-, sníkjudýra og meinafræðideild

Deildarstjóri: Vala Friðriksdóttir

Sýkladeild

Sýkladeild annast allar almennar sýklarannsóknir og næmispróf vegna sjúkdómagreininga, bæði úr dýrum, einstökum líffærum og öðrum efnivið sem send eru inn til krufningar,nánari skoðunar og greiningar.

Sýkladeild tekur að sér ræktanir vegna eftirlits með Salmonella og Campylobactermengun í alifuglaeldi og við slátrun alifugla, og til könnunar á Salmonella í svínum og öðrum alidýrum í eldi og við slátrun.

Af sérhæfðum ræktunum má nefna Treponemaræktun vegna rannsókna á blóðskitu í svínum og dermotophilus og svepparæktanir úr húð- og hársýnum.

Deildin annast rannsóknir vegna eftirlits með m.a.:  

   - leit að fúkalyfjaleifum í sláturafurðum og mjólk
   - blóðprófi vegna veirusjúkdómsins plasmacytosis í minkum
   - Coggins próf vegna útflutnings á hrossum, greiningu á heymæði í hrossum
   - greiningu á garnaveiki í sauðfé og nautgripum
   - Einnig músapróf vegna greiningar á skelfiskeitri

Sýkladeild á gott samstarf við dýrarannsóknarstofnanir erlendis og sendir árlega út talsverðan fjölda sýna í ýmsar sérhæfðar rannsóknir.

 

 Sníkjudýradeild

Leitað er að sníkjudýrum í og á hundum, köttum og öðrum dýrum sem sem flutt eru til landsins um Einangrunarstöð ríkisins í Hrísey.

Einnig fer fram leit og greining sníkjudýra í og á húsdýrum, gæludýrum og villtum dýrum.

Um er að ræða þjónustu við embætti yfirdýralæknis, héraðsdýralækna, sjálfstætt starfandi dýralækna, bændur og aðra dýraeigendur.

Rannsökuð eru einkum saursýni, húðsýni, ýmis innri líffæri og einstök sníkjudýr. Iðulega er veitt ráðgjöf um varnir gegn sníkjudýrum.

 

  Meinafræðideild

Þjónusturannsóknir í líffærameinafræði lúta að krufningum á hræjum, skoðun á líffærum og vefjarannsóknum.

Vefjarannsóknir fara fram bæði sem hluti af frekari greiningu á sýnum frá hræjum og líffærum, og sjúkdómsgreining á innsendum vefjasýnum.

Auk þjónusturannsókna í tengslum við sjúkdómagreiningar getur deildin tekið að sér vefjavinnslu fyrir aðila innan stofunar og utan eftir nánara samkomulagi.

Meinafræðideild annast einnig þjónusturannsóknir í frumumeinafræði, blóðsjúkdómafræði og klínískri efnafræði, á innsendum frumustrokum og blóðsýnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is